Rússnesk stjórnvöld vöruðu við því í gær að yfirborð árinnar Ishim, sem rennur gegnum Rússland og Kasakstan, muni líklega halda áfram að hækka vegna mikilla leysinga og ná hámarki síðar í vikunni. Flóðin hafa valdið tjóni í Kasakstan og í vesturhluta Síberíu og Úralfjöllum í Rússlandi
Rússnesk stjórnvöld vöruðu við því í gær að yfirborð árinnar Ishim, sem rennur gegnum Rússland og Kasakstan, muni líklega halda áfram að hækka vegna mikilla leysinga og ná hámarki síðar í vikunni.
Flóðin hafa valdið tjóni í Kasakstan og í vesturhluta Síberíu og Úralfjöllum í Rússlandi. Fjöldi manna á þessum svæðum hefur þurft að flýja heimili sín vegna flóðanna og tjón á mannvirkjum er mikið.