Norður ♠ Á74 ♥ D3 ♦ D1093 ♣ ÁKG9 Vestur ♠ K10862 ♥ ÁK1064 ♦ G2 ♣ 2 Austur ♠ – ♥ 98 ♦ K854 ♣ 10876543 Suður ♠ DG953 ♥ G752 ♦ Á76 ♣ D Suður spilar 4♠ doblaða

Norður

♠ Á74

♥ D3

♦ D1093

♣ ÁKG9

Vestur

♠ K10862

♥ ÁK1064

♦ G2

♣ 2

Austur

♠ –

♥ 98

♦ K854

♣ 10876543

Suður

♠ DG953

♥ G752

♦ Á76

♣ D

Suður spilar 4♠ doblaða.

Sveitin Volcanes gerði það gott í Cali í Kólumbíu í síðustu viku – varð í fjórða sæti af 46 sveitum í alþjóðlegu stórmóti. Og hvað með það? Ja, bara það, að helmingur sveitarinnar var skipaður eldspúandi Íslendingum, þeim Gunnlaugi Karlssyni og Júlíusi Sigurjónssyni. Hinn helmingurinn var frá Síle – Roberto Garcia og Enrique Garcia Huidobro.

Fyrst var umferðakeppni í fjóra daga, þar sem Volcanes-sveitin vann sér rétt til að spila til úrslita í tvo daga. Andstæðingar þeirra í átta-liða úrslitum voru heimsþekktir Pólverjar í sveit Reese Milners og bjuggust fáir við að eldfjöllin ættu séns í þau ofurmenni. Annað kom á daginn. Hér opnaði Júlíus í vestur á 2♥ (5-5 í hjarta og öðrum), Krzysztof Buras doblaði, Gunnlaugur passaði og Jacek Pszczola stökk í 4♠. Dobl hjá don Julio, 500 niður og gott innlegg í 13 stiga sigur (94-81).