Bikarslagur Valur og FH eru einu lið Bestu deildar sem mætast.
Bikarslagur Valur og FH eru einu lið Bestu deildar sem mætast.
Bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík hefja titilvörnina í ár með heimaleik gegn 3. deildar liði Víðis úr Garði. Dregið var til 32-liða úrslitanna í bikarkeppni karla í gær en þau verða leikin dagana 23

Bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík hefja titilvörnina í ár með heimaleik gegn 3. deildar liði Víðis úr Garði. Dregið var til 32-liða úrslitanna í bikarkeppni karla í gær en þau verða leikin dagana 23. til 25. apríl.

Víkingar hafa orðið bikarmeistarar fjórum sinnum í röð en mótherjar þeirra úr Garðinum eru líka bikarmeistarar frá 2023. Víðismenn unnu nefnilega neðrideildabikarinn sem háður var í fyrsta skipti á síðasta ári.

Valur mætir FH

Valur dróst gegn FH en það er eina viðureign liða úr Bestu deildinni.

Tvö liða Bestu deildar mæta liðum úr 4. deild en KR fer í Hafnarfjörð og leikur við KÁ og Skagamenn fá Tindastól í heimsókn.

Hafnir úr Reykjanesbæ eru eina liðið úr 5. deild sem komst í 32-liða úrslit og fær útileik gegn 3. deildar liði ÍH úr Hafnarfirði.

Þessi lið mætast, í svigum eru deildir liðanna utan Bestu deildar:

Haukar (2) – Vestri
Árbær (3) – Fram
KÁ (4) – KR
ÍBV (1) – Grindavík (1)
Grótta (1) – Þór (1)
ÍH (3) – Hafnir (5)
Valur – FH
Afturelding (1) – Dalvík/Reynir (1)
ÍA – Tindastóll (4)
Þróttur R. (1) – HK
Keflavík (1) – Breiðablik
Höttur/Huginn (2) – Fylkir
Augnablik (3) – Stjarnan
Fjölnir (1) – Selfoss (2)
Víkingur R. – Víðir (3)
KA – ÍR (1)