[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2024 voru upplýstar í gær, en tilnefndar eru fimm bækur í þremur flokkum. Í flokki frumsaminna skáldverka eru tilnefndar bækurnar Hrím eftir Hildi Knútsdóttur (JPV útgáfa); Bannað að drepa eftir…

Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2024 voru upplýstar í gær, en tilnefndar eru fimm bækur í þremur flokkum. Í flokki frumsaminna skáldverka eru tilnefndar bækurnar Hrím eftir Hildi Knútsdóttur (JPV útgáfa); Bannað að drepa eftir Gunnar Helgason (Mál og menning); Mömmuskipti eftir Arrndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur (Mál og menning); Stolt eftir Margréti Tryggvadóttur (Mál og menning) og Svona tala ég eftir Helen Cova (Karíba).

Í flokki myndlýsinga eru tilnefndar Skrímslavinafélagið sem Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir myndlýsti (JPV útgáfa); Fjaðrafok í mýrinni sem Sigrún Eldjárn myndlýsti (Mál og menning); Álfar sem Rán Flygenring myndlýsti (Angústúra); Ég þori! Ég get! Ég vil! sem Linda Ólafsdóttir myndlýsti (Mál og menning) og Einstakt jólatré sem Linn Janssen myndlýsti (Mál og menning). Í flokki þýðinga eru tilnefndar Múmínálfarnir og hafshljómsveitin sem Gerður Kristný þýddi (Mál og menning); Þegar Ída litla vildi gera skammarstrik sem Þórarinn Eldjárn þýddi (Mál og menning); Tannburstunardagurinn mikli sem Ásta Halldóra Ólafsdóttir þýddi (Kvistur bókaútgáfa); Hvernig er koss á litinn? sem Svanlaug Pálsdóttir þýddi (Kvistur bókaútgáfa) og Hænsnaþjófurinn sem Ásta Halldóra Ólafsdóttir þýddi (Kvistur bókaútgáfa).

Í dómnefnd sitja Sunna Dís Jensdóttir formaður, Anna C. Leplar og Arngrímur Vídalín. Verðlaunin verða veitt í Höfða síðasta vetrardag.