Borgarnes Staða sveitarfélags sterk.
Borgarnes Staða sveitarfélags sterk. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hagnaður af rekstri samstæðu sveitarsjóðs Borgarbyggðar á síðasta ári var 385 milljónir króna og tekjur samstæðu sveitarfélagsins voru 6.855 m.kr. Tekjurnar voru 13,2% meiri en áætlað var og þykir fjárhagsstaða sveitarfélagsins því góð

Hagnaður af rekstri samstæðu sveitarsjóðs Borgarbyggðar á síðasta ári var 385 milljónir króna og tekjur samstæðu sveitarfélagsins voru 6.855 m.kr. Tekjurnar voru 13,2% meiri en áætlað var og þykir fjárhagsstaða sveitarfélagsins því góð. Heildareignir Borgarbyggðar voru bókfærðar á 12.051 m.kr. og eigið fé samstæðu í árslok var 6.290 m.kr.

Sjóðflæði ársins 2023 var talsvert sterkara en áætlanir gerðu ráð fyrir og skuldastaða hagstæðari, segir í frétt á vef sveitarfélagsins. Borgarbyggð er því sögð vel í stakk búin til að ráðast í tímabærar fjárfestingar. Þar ber hæst byggingu nýs grunnskólahúss á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal sem áætlað er að kosti einn milljarð króna. Þá er verið að endurbæta skólahúsið í Borgarnesi, þar sem einnig á að byggja fjölnota íþróttahús og stækka leikskóla. Einnig þarf að fara í gatnaframkvæmdir og fleiri innviðaverkefni. Áfram þurfi þó að gæta hagkvæmni í rekstri og leita leiða til hagræðar í fjárbindingu. sbs@mbl.is