Jón Gnarr
Jón Gnarr
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það styttist æ í forsetakjör, en líkt og fram kom í skoðanakönnun hér í blaðinu í gær hafa þau Baldur Þórhallsson, fv. varaþingmaður Samfylkingarinnar, Jón Gnarr, fv. borgarstjóri Besta flokksins, og Katrín Jakobsdóttir, fv. forsætisráðherra Vinstri grænna, þegar tekið nokkurt forskot.

Það styttist æ í forsetakjör, en líkt og fram kom í skoðanakönnun hér í blaðinu í gær hafa þau Baldur Þórhallsson, fv. varaþingmaður Samfylkingarinnar, Jón Gnarr, fv. borgarstjóri Besta flokksins, og Katrín Jakobsdóttir, fv. forsætisráðherra Vinstri grænna, þegar tekið nokkurt forskot.

Segja má að vatnaskil hafi orðið í kosningabaráttunni þegar Katrín beiddist lausnar sem forsætisráðherra og gaf kost á sér í forsetakjöri. Sumir voru greinilega logandi hræddir, en öðrum varð hverft við.

Þannig var skrýtið þegar Baldur breyttist úr frambjóðanda í stjórnmálaskýranda og fullvissaði þjóð sína um að hennar biði ekkert minna en stjórnarkreppa ef Katrín færi fram, sennilegast stjórnlagakreppa ef stjórnmálamaður skyldi nú gefa kost á sér.

En það var líka skrýtið viðtalið við Jón Gnarr í Vísi í gær, sem er með innsta hring Besta flokksins í kringum sig, en virtist finnast spes að aðrir stjórnmálamenn byðu sig fram: „Ég trúði þessu ekki og hélt fram á síðasta dag að þetta væri della. Ég gaf þessu ekki neinn séns og þetta pirraði mig í raun og veru. Mér finnst þetta bara skrýtið í alla staði. Upplifunin mín er að þetta sé eiginlega ekki sanngjarnt. Þetta sé svona eins og að það væri leikur í öðrum flokki í fótbolta og svo mætir bara atvinnumaður úr meistaraflokki.“ – Er Gnarr meðmælandi Katrínar?