Hættur Stefán Rafn Sigurmannsson hefur kvatt Haukana.
Hættur Stefán Rafn Sigurmannsson hefur kvatt Haukana. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stefán Rafn Sigurmannsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, tilkynnti eftir leik Hauka og ÍBV á sunnudag að það hefði verið hans síðasti leikur á ferlinum. Stefán, sem er 33 ára, hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari með Haukum og unnið…

Stefán Rafn Sigurmannsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, tilkynnti eftir leik Hauka og ÍBV á sunnudag að það hefði verið hans síðasti leikur á ferlinum. Stefán, sem er 33 ára, hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari með Haukum og unnið þýska meistaratitilinn með Rhein-Neckar Löwen, danska meistaratitilinn með Aalborg og ungverska meistaratitilinn með Pick Szeged. Hann lék erlendis frá 2012 til 2021 og spilaði 72 landsleiki.