Palestínumenn Fólk frá Palestínu sem nýtur verndar hér á landi hefur haft sig í frammi á Austurvelli upp á síðkastið, ásamt stuðningsfólki sínu.
Palestínumenn Fólk frá Palestínu sem nýtur verndar hér á landi hefur haft sig í frammi á Austurvelli upp á síðkastið, ásamt stuðningsfólki sínu. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ellefu einstaklingar frá Palestínu eru væntanlegir til landsins í dag. Þeir koma frá Kaíró í Egyptalandi og var hleypt yfir landamærin með fulltingi sjálfboðaliða Solaris-samtakanna sem nýtt hafa söfnunarfé til að greiða þeim þá leið

Ellefu einstaklingar frá Palestínu eru væntanlegir til landsins í dag. Þeir koma frá Kaíró í Egyptalandi og var hleypt yfir landamærin með fulltingi sjálfboðaliða Solaris-samtakanna sem nýtt hafa söfnunarfé til að greiða þeim þá leið.

Í þessum hópi eru 2 karlmenn, 3 konur og 6 börn. Þá eru 7 manns að auki komin til Kaíró og bíða flutnings, en 15 til viðbótar eru enn á Gasa. Þetta fólk kemur hingað til lands á grundvelli fjölskyldusameiningar. Alls eru þetta 33 einstaklingar, 8 karlar, 11 konur og 14 börn. Þessar upplýsingar fengust hjá fjölmenningardeild Vinnumálastofnunar.

Þeirri spurningu var beint til ríkislögreglustjóra hvort fram hefði farið bakgrunnsathugun á þessu fólki. Í svari samskiptastjóra ríkislögreglustjóra segir að embættið sé í stöðugum upplýsingasamskiptum við erlendar löggæslu- og öryggisstofnanir í því skyni að tryggja öryggi almennings á Íslandi.