KSÍ Jóhannes verður aðstoðarþjálfari landsliðsins til loka 2025.
KSÍ Jóhannes verður aðstoðarþjálfari landsliðsins til loka 2025. — Morgunblaðið/Eggert
Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan samning við KSÍ sem gildir til loka ársins 2025. Jóhannes hefur verið aðstoðarþjálfari landsliðsins frá því í janúar árið 2022, fyrst með…

Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan samning við KSÍ sem gildir til loka ársins 2025. Jóhannes hefur verið aðstoðarþjálfari landsliðsins frá því í janúar árið 2022, fyrst með Arnari Þór Viðarssyni og undanfarið ár við hlið Åges Hareides. Samningur Jóhannesar framlengist sjálfkrafa ef Ísland kemst í umspil um sæti á HM 2026 og sömuleiðis komist liðið á lokamótið.