Scottie Scheffler frá Bandaríkjunum vann Mastersmótið í golfi í annað sinn á ferlinum en hann tryggði sér sigurinn seint í fyrrakvöld með sannfærandi frammistöðu á lokahringnum á Augusta-vellinum í Atlanta
Scottie Scheffler frá Bandaríkjunum vann Mastersmótið í golfi í annað sinn á ferlinum en hann tryggði sér sigurinn seint í fyrrakvöld með sannfærandi frammistöðu á lokahringnum á Augusta-vellinum í Atlanta. Scheffler var með eins höggs forystu fyrir lokahringinn en lék hann á 68 höggum. Þar með vann hann með fjórum höggum, á 11 undir pari vallarins, en Ludvig Aberg frá Svíþjóð náði öðru sætinu á sjö höggum undir pari.