30 ára Ásdís er Reykvíkingur, ólst upp í Gautaborg til átta ára aldurs en síðan í Fossvoginum og býr í Laugarneshverfinu. Hún er með BA-gráðu í stjórnmálafræði og MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu, hvort tveggja frá HÍ

30 ára Ásdís er Reykvíkingur, ólst upp í Gautaborg til átta ára aldurs en síðan í Fossvoginum og býr í Laugarneshverfinu. Hún er með BA-gráðu í stjórnmálafræði og MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu, hvort tveggja frá HÍ. Ásdís starfar sem ráðgjafi hjá samskipta­félaginu Aton.JL. Áhugamál hennar eru ferðalög, hlaup, snjóbretti og karókí.


Fjölskylda Sambýlismaður Ásdísar er Aron Freyr Kristjánsson, f. 1995, sálfræðingur. Systkini Ásdísar eru Snorri, Dagur og Hildur og foreldrar hennar eru hjónin Sigurbergur Kárason, f. 1964, yfirlæknir og prófessor við HÍ, og Guðrún Jónasdóttir, f. 1964, hjúkrunarfræðingur. Þau eru búsett í Reykjavík.