Gunnlaugur Sævar hefur setið í stjórn Ísfélagsins frá 1991.
Gunnlaugur Sævar hefur setið í stjórn Ísfélagsins frá 1991. — Morgunblaðið/Óskar
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Ísfélagsins, mun víkja úr stjórn félagsins á aðalfundi félagsins í dag. Hann gefur ekki kost á sér áfram en Gunnlaugur Sævar hefur setið í stjórn Ísfélagsins og forvera þess frá 1991, eða í 33 ár

Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Ísfélagsins, mun víkja úr stjórn félagsins á aðalfundi félagsins í dag. Hann gefur ekki kost á sér áfram en Gunnlaugur Sævar hefur setið í stjórn Ísfélagsins og forvera þess frá 1991, eða í 33 ár.

Í fyrra urðu breytingar á stjórn félagsins eftir sameiningu Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði. Aðrir í stjórn eru Einar Sigurðsson, núv. varaformaður stjórnar, Guðbjörg Matthíasdóttir, Gunnar Sigvaldason og Steinunn H. Marteinsdóttir. Þá mun Sigríður Vala Halldórsdóttir, fjármálastjóri Sjóvár, koma ný inn í stjórn.