Norður ♠ ÁK98 ♥ 1092 ♦ KD1062 ♣ Á Vestur ♠ DG10 ♥ G ♦ 98754 ♣ K643 Austur ♠ 7542 ♥ K854 ♦ G3 ♣ 1052 Suður ♠ 63 ♥ ÁD863 ♦ Á ♣ DG987 Suður spilar 6♥

Norður

♠ ÁK98

♥ 1092

♦ KD1062

♣ Á

Vestur

♠ DG10

♥ G

♦ 98754

♣ K643

Austur

♠ 7542

♥ K854

♦ G3

♣ 1052

Suður

♠ 63

♥ ÁD863

♦ Á

♣ DG987

Suður spilar 6♥.

Sílebúinn Roberto Garcia gleymir þessu spili aldrei. Og sennilega ekki Pólverjinn Wlodizimierz Starkowski heldur. Þetta var lokaspilið (af 36) í leik Vulcanes og Milners í 8-liða úrslitum opna Suður-Ameríkumótsins í Kólumbíu og staðan var hnífjöfn: 81-81. Garcia varð sagnhafi í 6♥ og Starkowski kom út með drottninguna í spaða.

Garcia drap á ás, spilaði hjartatíu og svínaði yfir á blankan gosann. Starkowski spilaði laufi til baka og Garcia svínaði aftur í trompi. Starkowski henti laufi, svo öðru laufi og loks laufkóng í fjórða hjartað. Besta vörnin, en eigi má sköpum renna – hann var þvingaður í þremur litum og réð ekki neitt við neitt.

Á hinu borðinu spiluðu Buras og Pepsí 4♥ gegn „Mr. Karlsson og don Julio“. Þrettán stig til Vulcanes og eldhugarnir frá Íslandi og Síle voru komnir í undanúrslit.