Drjúgur Leikmenn PSG fagna öðru marki Kylian Mbappé í gærkvöldi.
Drjúgur Leikmenn PSG fagna öðru marki Kylian Mbappé í gærkvöldi. — AFP/Franck Fife
París SG og Borussia Dortmund mætast í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla. Það varð ljóst í gærkvöldi þegar bæði lið sneru erfiðri stöðu sér í vil í síðari leikjum átta liða úrslita keppninnar

París SG og Borussia Dortmund mætast í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla. Það varð ljóst í gærkvöldi þegar bæði lið sneru erfiðri stöðu sér í vil í síðari leikjum átta liða úrslita keppninnar.

PSG heimsótti Barcelona, vann 4:1 og þar með einvígið samanlagt 6:4 eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli 2:3.

Börsungar náðu forystunni snemma leiks með marki Raphinha en eftir að Ronald Araújo fékk beint rautt spjald fyrir brot sem aftasti maður áttu heimamenn erfitt uppdráttar.

Ousmane Dembélé jafnaði metin skömmu fyrir leikhlé áður en Vitinha skoraði snemma í síðari hálfleik. Kylian Mbappé skoraði þriðja mark gestanna úr vítaspyrnu eftir rúmlega klukkutíma leik og innsiglaði svo sigurinn með öðru marki sínu og fjórða marki PSG skömmu fyrir leikslok.

Dortmund fékk Atlético Madríd í heimsókn, vann 4:2 og einvígið þar með samanlagt 5:4 eftir að hafa tapað fyrri leiknum í Madríd 2:1.

Julian Brandt og Ian Maatsen sáu til þess að staðan var álitleg fyrir heimamenn í Dortmund, 2:0, þegar flautað var til leikhlés.

Eftir rúmlega klukkutíma leik var Atlético hins vegar búið að jafna metin í 2:2. Mats Hummels miðvörður Dortmund varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í upphafi síðari hálfleiks og Ángel Correa jafnaði svo metin.

Niclas Füllkrug kom Dortmund yfir sjö mínútum síðar, á 71. mínútu. Þremur mínútum síðar tryggði Marcel Sabitzer sigur heimamanna.