Viðtal Anderson og Sewell í hlutverkum.
Viðtal Anderson og Sewell í hlutverkum.
Í heimi blaðamanna er mikið kapp lagt á að vera fyrstir með fréttirnar og hafa upp á eitthvað að bjóða sem aðrir miðlar hafa ekki. Kvikmyndin Scoop, sem finna má á Netflix, fjallar um það þegar aldeilis hljóp á snærið hjá framleiðendum…

Ragnheiður Birgisdóttir

Í heimi blaðamanna er mikið kapp lagt á að vera fyrstir með fréttirnar og hafa upp á eitthvað að bjóða sem aðrir miðlar hafa ekki. Kvikmyndin Scoop, sem finna má á Netflix, fjallar um það þegar aldeilis hljóp á snærið hjá framleiðendum sjónvarpsþáttarins Newsnight á BBC. Þeim tókst að tryggja viðtal við Andrés prins og fá hann til að ræða samband sitt við hinn dæmda kynferðisafbrotamann Jeffrey Epstein. Vakti viðtalið gríðarlega athygli og var prinsinn sviptur titlum sínum í kjölfarið.

Leikararnir í myndinni eru ekki af verri endanum. Rufus Sewell fer með hlutverk Andrésar prins en Gillian Anderson, Billie Piper og Romola Garai leika teymi fréttkvenna sem standa að viðtalinu. Keeley Hawes fer svo með mikilvægt hlutverk aðstoðarkonu prinsins.

Það er alltaf forvitnilegt fyrir okkur blaðamenn að fylgjast með kollegum við störf hvort sem það er í raunheimum eða á hvíta tjaldinu. Í Scoop má glöggt sjá spennuna sem fylgir þessu starfi og hvernig ástríða og kjarkur er lykillinn að því að framleiða kraftmikið efni sem hefur áhrif. Myndina einkennir mikill kvennakraftur, enda kemur ekki á óvart að það séu kvenkyns blaðamenn sem berjist fyrir því að fjallað sé um mál er varða kynferðisbrot gegn konum.

Höf.: Ragnheiður Birgisdóttir