Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Vaninn er að nýir valdhafar fái sína hveitibrauðsdaga og oft miðað við 100 daga, líkt og Napóleon á leið frá Elbu til Waterloo. Og það fór nú eins og það fór. Endurunnið ráðuneyti Bjarna Benediktssonar fær minni tíma og harðar að því sótt af stjórnarliði en stjórnarandstöðu.

Vaninn er að nýir valdhafar fái sína hveitibrauðsdaga og oft miðað við 100 daga, líkt og Napóleon á leið frá Elbu til Waterloo. Og það fór nú eins og það fór. Endurunnið ráðuneyti Bjarna Benediktssonar fær minni tíma og harðar að því sótt af stjórnarliði en stjórnarandstöðu.

Viljinn bendir á að Þórdís Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafi rætt orkumál á fjörfundi flokks síns: „Við þurfum ekki flóknara regluverk, við þurfum miklu, miklu einfaldara regluverk. Ekki fleiri áætlanir um minni losun, við þurfum græna orku. Og mikið af henni, strax.“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vinstri-grænna svaraði skjótt á Vísi, hafnaði frekari orkuöflun og boðaði orkusparnað, meinlæti og minni neyslu. Og bætti við fyrir hönd millistjórnendastéttarinnar: „Þegar horft er til mögulegrar nýrrar orkuöflunar þá er lykilatriði að fylgja faglegum ferlum.“

Til þess að taka af öll tvímæli kom Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra svo í Silfrið á Rúv. og lagði áherslu á að ráðuneyti hennar væri raunar „eitt stærsta umhverfisráðuneytið“.

Og Viljinn dregur sínar ályktanir: „Þeir sem væntu þess að nú yrði allt sett á fullt í orkumálunum geta gleymt því miðað við tóninn frá VG. Það hefur greinilega ekkert breyst …“