Sr. Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju hlaut flest atkvæði í biskupskosningu sem lauk í gær. Hlaut hún 839 atkvæði eða 45,97%. Næstur kom sr. Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju með 513 atkvæði eða 28,11%, en sr

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju hlaut flest atkvæði í biskupskosningu sem lauk í gær. Hlaut hún 839 atkvæði eða 45,97%. Næstur kom sr. Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju með 513 atkvæði eða 28,11%, en sr. Elínborg Sturludóttir prestur í Dómkirkjunni rak lestina með 465 atkvæði eða 25,48%.

Þar sem enginn hinna þriggja frambjóðenda náði helmingi greiddra atkvæða verður kosið á ný á milli tveggja efstu, sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur og sr. Guðmundar Karls Brynjarssonar. Stefnt er að því að seinni umferð kosningar hefjist fimmtudaginn 2. maí kl. 12.00 á hádegi og standi til þriðjudagsins 7. maí kl. 12.00 á hádegi að því er fram kemur á vef kirkjunnar.

Á kjörskránni voru alls 2.286 einstaklingar og var mikill meirihluti þeirra úr hópi leikmanna sem voru 2.119 talsins. Fjöldi presta og djákna á kjörskránni var 167, þar af 150 prestar og 17 djáknar.

Alls greiddu 1.825 atkvæði og var kjörsókn því 79,83%.