Vopnavörður Hannah Gutierrez var fundin sek í voðaskotsmálinu.
Vopnavörður Hannah Gutierrez var fundin sek í voðaskotsmálinu. — AFP/Eddie Moore
Umsjónarmaður skotvopna á tökustað myndarinnar Rust var fyrr í vikunni dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi en þar beið kvikmyndatökumaðurinn Halyna Hutchins bana 21

Umsjónarmaður skotvopna á tökustað myndarinnar Rust var fyrr í vikunni dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi en þar beið kvikmyndatökumaðurinn Halyna Hutchins bana 21. október 2021 eftir að leikarinn Alec Baldwin hleypti af voðaskoti.

Samkvæmt frétt AFP fann kviðdómur hina 27 ára Hönnuh Gutierrez seka eftir að hafa hlýtt á lýsingar á því hvernig hún hafði farið óvarlega með skotvopn, endurtekið brotið öryggisreglur, skilið skotvopn eftir í reiðileysi og leyft leikurum, þar á meðal Baldwin, að veifa vopnum. Hún var sökuð um að hafa hlaðið leikmunabyssuna sem Baldwin hélt á þegar hann hleypti óvart af skoti.

Haft er eftir dómaranum Mary Marlowe Sommer að Gutierrez sé sú sem hafi gert öruggt vopn að banvænu vopni. Alec Baldwin, sem hleypti af skotinu sem drap Hutchins, verður dreginn fyrir rétt í júlí, en hann er einnig ákærður fyrir manndráp af gáleysi og á yfir höfði sér 18 mánaða fangelsisdóm eins og Gutierrez.