Hljómsveit gítarleikarans Rögnvalds Borgþórssonar, Röggi og Sólarlagið, kemur fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum Hörpu í kvöld kl. 21. „Hljómsveitin mun spila ný lög eftir Rögnvald og nokkur vel valin lög eftir aðra

Hljómsveit gítarleikarans Rögnvalds Borgþórssonar, Röggi og Sólarlagið, kemur fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum Hörpu í kvöld kl. 21. „Hljómsveitin mun spila ný lög eftir Rögnvald og nokkur vel valin lög eftir aðra. Tónlistin er reggae-skotin og inniheldur rytma sem auðvelt er að dilla sér við,“ segir í tilkynningu og tekið fram að von sé á plötu frá sveitinni fljótlega. Með Rögnvaldi leika Tómas Jónsson á orgel, synthesizer og önnur hljómborð, Birgir Steinn Theodórsson á rafbassa, Kristófer Rodriguez á slagverk og Matthías Hemstock á trommur, en sérstakur gestur er Sölvi Kolbeinsson á saxófón. Miðar fást á harpa.is.