Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er í úrvalsliði umferðarinnar í ítölsku A-deildinni eftir viðureign Fiorentina og Genoa í fyrradag. Það var lokaleikurinn í 32. umferðinni en Albert er í ellefu manna úrvalsliðinu sem deildin sjálf velur
Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er í úrvalsliði umferðarinnar í ítölsku A-deildinni eftir viðureign Fiorentina og Genoa í fyrradag. Það var lokaleikurinn í 32. umferðinni en Albert er í ellefu manna úrvalsliðinu sem deildin sjálf velur. Hann skoraði mark Genoa í jafntefli, 1:1, og það var þrettánda deildarmark hans í vetur en hann er nú þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar, á eftir Lautaro Martínez og Dusan Vlahovic.