Barátta Brynjar Pálsson og Ástbjörn Þórðarson í leik FH og HK.
Barátta Brynjar Pálsson og Ástbjörn Þórðarson í leik FH og HK. — Morgunblaðið/Óttar
FH og HK hafa ákveðið að víxla heimaleikjum í Bestu deild karla í knattspyrnu en til stóð að leikur liðanna í 3. umferðinni færi fram í Kaplakrika. Völlurinn er hins vegar ekki tilbúinn og því fer leikurinn fram í Kórnum á laugardaginn kemur klukkan 14

FH og HK hafa ákveðið að víxla heimaleikjum í Bestu deild karla í knattspyrnu en til stóð að leikur liðanna í 3. umferðinni færi fram í Kaplakrika. Völlurinn er hins vegar ekki tilbúinn og því fer leikurinn fram í Kórnum á laugardaginn kemur klukkan 14.

Þá hefur leikur ÍA og Fylkis, sem fara átti fram á grasvellinum á Akranesi á sunnudaginn kemur, verið færður inn í Akraneshöllina þar sem grasvöllurinn er ekki tilbúinn hjá Skagamönnum.