Magnús Hafliðason er framkvæmdastjóri Domino’s á Íslandi.
Magnús Hafliðason er framkvæmdastjóri Domino’s á Íslandi.
Tekjur PPH ehf., sem er móðurfélag Domino‘s á Íslandi, námu í fyrra rúmlega 6,6 mö.kr. og jukust um rúmar 400 m.kr. á milli ára. Tap félagsins á árinu nam þó um 147 m.kr., samanborið við 10 m.kr

Tekjur PPH ehf., sem er móðurfélag Domino‘s á Íslandi, námu í fyrra rúmlega 6,6 mö.kr. og jukust um rúmar 400 m.kr. á milli ára. Tap félagsins á árinu nam þó um 147 m.kr., samanborið við 10 m.kr. tap árið áður. PPH á jafnframt 20% hlut í sænska félaginu PPS Foods AS, sem rekur Domino‘s í Svíþjóð og Danmörku, en rekja má um 150 m.kr. af tapinu til rekstur PPS Foods. Hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði nam í fyrra um 171 m.kr. og jókst um fjórar m.kr. á milli ára.

Eigið fé félagins var í árslok um 1.465 milljónir króna og eignir í árslok námu um 3,4 milljörðum króna.

Athygli vekur að fjöldi ársverka var í fyrra 242 og fækkaði um 16 á milli ára. Þrátt fyrir það jókst launakostnaður félagsins um rúmar 166 milljónir króna á milli ára og nam á árinu tæpum 2,7 milljörðum króna.

Félagið er að mestu eigu Kristins ehf., sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu. Kristinn ehf. á tæplega 35% hlut í félaginu og jók við hlut sinni á milli ára. Þá á Eyja fjárfestingafélag, sem er í eigu hjónanna Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, um fjórðungshlut sem og Sjávarsýn ehf. sem er í eigu Bjarna Ármannssonar.