Sýningu hins rússneska Bolshoi-balletts í Suður-Kóreu, sem átti að fara fram í gær, var aflýst skyndilega vegna vaxandi spennu milli Suður-Kóreu og Rússlands. Þetta staðfestu skipuleggjendur við fréttaveituna AFP.
Rússneska sendiráðið í Seúl hefur lýst yfir „mikilli eftirsjá“ vegna aflýsingarinnar en annarri sýningu, með rússnesku dansstjörnunni Svetlönu Zakharovu, var aflýst þar í mars. Úkraínumenn halda því fram að hætt hafi verið við sýninguna vegna umfangsmikillar áróðursherferðar sendiráðs þeirra.
Suðurkóreski skipuleggjandinn Choi Jun-seok, sem er fyrrverandi nemandi Bolshoi-ballettskólans, segir AFP að þótt sendiráð Úkraínu hafi óskað eftir því að hætt yrði við sýninguna hafi endanleg ákvörðun verið sýningarstaðarins, þ.e. stjórnenda Miðstöðvar sviðslista í Sejong.