Að niðra þýðir að lasta, baktala, hallmæla og alltaf niðrar maður fólki eða fyrirbærum í þágufalli: „Ég kærði hann fyrir að niðra mér en málið var fellt niður þar eð ég hefði niðrað honum jafn mikið.“ „Dómnefndin niðraði málverki…

Að niðra þýðir að lasta, baktala, hallmæla og alltaf niðrar maður fólki eða fyrirbærum í þágufalli: „Ég kærði hann fyrir að niðra mér en málið var fellt niður þar eð ég hefði niðrað honum jafn mikið.“ „Dómnefndin niðraði málverki mínu af Jóni Sigurðssyni mjög og kvað nefið á honum líta út fyrir að vera brotið.“