ÓL Þórir Hergeirsson er þjálfari norska kvennalandsliðsins.
ÓL Þórir Hergeirsson er þjálfari norska kvennalandsliðsins. — AFP/Jonathan Nackstrand
Norska kvennalandsliðið í handknattleik, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, verður í gífurlega sterkum riðli á Ólympíuleikunum í París í sumar. Noregur verður með Danmörku og Svíþjóð í A-riðli keppninnar en þau höfnuðu í þremur af fjórum efstu sætunum á HM 2023 í lok síðasta árs

Norska kvennalandsliðið í handknattleik, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, verður í gífurlega sterkum riðli á Ólympíuleikunum í París í sumar. Noregur verður með Danmörku og Svíþjóð í A-riðli keppninnar en þau höfnuðu í þremur af fjórum efstu sætunum á HM 2023 í lok síðasta árs. Einnig verða Slóvenía, Suður-Kórea og Þýskaland í A-riðli. Heimsmeistarar Frakka verða þá í B-riðli ásamt Ungverjalandi, Hollandi, Spáni, Brasilíu og Angólu.