Jón Atli Benediktsson
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, leiddi verkefni Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium“ til Reykjavíkur árið 2027. Fékk hann af því tilefni viðurkennningu frá forseta…

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, leiddi verkefni Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium“ til Reykjavíkur árið 2027. Fékk hann af því tilefni viðurkennningu frá forseta borgarstjórnar á ársfundi „Meet in Reykjavík“ í fyrradag.

Gert er ráð fyrir að ráðstefnan laði að sér 2.500 erlenda vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum. Ráðstefnan fer fram í Hörpu og Háskóla Íslands.