Skjátími Kona upptekin í símanum í Jakarta.
Skjátími Kona upptekin í símanum í Jakarta. — AFP/Bay Ismoyo
Þeir sem botna ekkert í því af hverju allir eru límdir við snjallsímana sína, frá morgni til kvölds, eru annaðhvort gamlir eða algjörlega úr takti við tímann. Þessi tæki eru ekkert annað en geggjuð, litlar tölvur sem passa í vasa og hægt að gera nánast allt í þeim

Helgi Snær Sigurðsson

Þeir sem botna ekkert í því af hverju allir eru límdir við snjallsímana sína, frá morgni til kvölds, eru annaðhvort gamlir eða algjörlega úr takti við tímann. Þessi tæki eru ekkert annað en geggjuð, litlar tölvur sem passa í vasa og hægt að gera nánast allt í þeim. Skal engan undra að fólk verði háð gemsum, að margir missi stjórn á notkuninni, séu í símanum meira eða minna allan daginn.

Börn og unglingar eru sérstaklega fljót að tileinka sér spennandi nýjungar og geta þeirra er langtum meiri en okkar gamla fólksins þegar kemur að því að læra eitthvað nýtt. Úthaldið þegar kemur að hröðu flæði örstuttra myndskeiða er því eðlilega miklu meira hjá unga fólkinu en okkur gamlingjunum. Á móti kemur að athygli hinna ungu verður sífellt minni, það er vísindalega sannað og ætti ekki að koma á óvart.

Auðvitað er ekki við unga fólkið að sakast þegar kemur að skertri athygli, það lagði ekki grunninn að tækninni sem hefur létt okkur lífið á svo margan hátt. Hvað ungur nemur, gamall temur, segir máltækið en það á líka við í hina áttina. Ef ungmennið heldur athygli yfir þessum Ljósvaka þá er það vel af sér vikið. Sú gamla eða gamli mætti á móti að horfa á TikTok í tíu mínútur og reyna að halda athygli. Hvort ætli sé erfiðara?

Höf.: Helgi Snær Sigurðsson