Aðalsteinn Leifsson fyrrverandi ríkissáttasemjari hefur snúið aftur sem sáttasemjari í kjaradeilu Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Er ástæðan fyrir því tengsl Ástráðs Haraldssonar núverandi ríkissáttasemjara við lögmann Blaðamannafélagsins
Aðalsteinn Leifsson fyrrverandi ríkissáttasemjari hefur snúið aftur sem sáttasemjari í kjaradeilu Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Er ástæðan fyrir því tengsl Ástráðs Haraldssonar núverandi ríkissáttasemjara við lögmann Blaðamannafélagsins.
Á aðalfundi Blaðamannafélagsins í fyrrakvöld upplýsti lögmaður félagsins, Oddur Ástráðsson, að viðsemjandi Blaðamannafélagsins hefði gert athugasemdir við að málið væri í höndum ríkissáttasemjara eða starfsmanns embættisins vegna tengslanna, en Oddur er sonur Ástráðs.