Föruneyti Gísli Helgason, annar frá hægri, með hljóðfæraleikurum sínum.
Föruneyti Gísli Helgason, annar frá hægri, með hljóðfæraleikurum sínum.
Yfirskrift tónleika sem Gísli Helgason og félagar hans, Föruneyti GH eins og það er kallað, halda nú er Eyjapistlarnir ógleymanlegu Gísli Helgason og Eyjalögin. Tónleikarnir verða á Sviðinu á Selfossi á morgun, föstudaginn 19

Yfirskrift tónleika sem Gísli Helgason og félagar hans, Föruneyti GH eins og það er kallað, halda nú er Eyjapistlarnir ógleymanlegu Gísli Helgason og Eyjalögin. Tónleikarnir verða á Sviðinu á Selfossi á morgun, föstudaginn 19. apríl, kl. 20 og Salnum í Kópavogi á laugardagskvöld, 20. apríl, á sama tíma. Síðari tónleikarnir eru helgaðir Grindvíkingum sem er sérstakalega boðið að mæta, án endurgjalds.

Þessi tónleikadagskrá var á Goslokahátíð í Eyjum í fyrra og lukkaðist vel. Nú er haldið áfram og sjónum beint að Grindavík, en fólk sem þar hefur búið mætir nú svipuðum aðstæðum og voru í Eyjum fyrir rúmlega hálfri öld.

Gísli Helgason er þekktur sem tónlistarmaður, einnig fyrir útvarpsþættina Eyjapistil sem hann annaðist með Arnþóri bróður sínum. Þeir þættir voru á dagskrá Ríkisútvarpsins frá febrúar 1973 fram í mars árið eftir og höfðu mikilvægt hlutverk við að miðla upplýsingum til Eyjafólks sem var á hrakhólum.

Á tónleikunum sem nú standa fyrir dyrum verða flutt lög eftir Gísla og fleiri Eyjamenn. Í föruneyti GH eru Herdís Hallvarðsdóttir, eiginkona Gísla, Þórarinn Ólason söngvari, Magnús R. Einarsson og Hafsteinn G. Guðfinnsson sem leika á gítara, Grímur Þór Gíslason sér um slagverk og einnig eru í flokknum Sigurmundur G. Einarsson, sem leikur á gítar, og Unnur Ólafsdóttir söngkona. sbs@mbl.is