Yfirlýsing Hermenn gæta skála Ísraela sem hefur verið lokað.
Yfirlýsing Hermenn gæta skála Ísraela sem hefur verið lokað. — AFP/Gabriel Bouys
Gestir komu að lokuðum dyrum á ísraelska skálanum á Feneyja­tvíæringnum þegar opna átti sýninguna þar fyrir fjölmiðlum á þriðjudag. Í glugga skálans hefur verið komið fyrir skilti sem á stendur „Listamenn og sýningarstjórar ísraelska skálans munu…

Gestir komu að lokuðum dyrum á ísraelska skálanum á Feneyja­tvíæringnum þegar opna átti sýninguna þar fyrir fjölmiðlum á þriðjudag. Í glugga skálans hefur verið komið fyrir skilti sem á stendur „Listamenn og sýningarstjórar ísraelska skálans munu opna sýninguna þegar samið hefur verið um vopnahlé og lausn gísla“.

Aðgerðasinnar sem styðja málstað Palestínu hafa frá því í febrúar kallað eftir því án árangurs að skipuleggjendur Feneyjatvíæringsins kæmu í veg fyrir þátttöku Ísraela vegna stríðsreksturs þeirra á Gasa, segir í frétt The New York Times. Að endingu voru það ísraelsku listamennirnir og sýningarstjórarnir sjálfir sem ákváðu að loka sýningarsalnum.

„Ég hata þetta en ég tel að þetta sé mikilvægt,“ er haft eftir Ruth Patir, fulltrúa Ísraels á tvíæringnum. Hún segir að þótt þetta hafi verið stórt tækifæri fyrir sig sem ungan listamann sé ástandið í Gasa „svo miklu stærra en ég“ og þess vegna hafi lokunin verið það eina í stöðunni.