Hákon Arnar Haraldsson og félagar í franska liðinu Lille féllu út í 8-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöld eftir vítaspyrnukeppni gegn enska liðinu Aston Villa. Lille vann heimaleikinn, 2:1, þar sem Hákon lagði upp seinna mark Lille með hornspyrnu
Hákon Arnar Haraldsson og félagar í franska liðinu Lille féllu út í 8-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöld eftir vítaspyrnukeppni gegn enska liðinu Aston Villa. Lille vann heimaleikinn, 2:1, þar sem Hákon lagði upp seinna mark Lille með hornspyrnu. Liðin voru jöfn samanlagt, 3:3, en Emiliano Martínez markvörður Villa var hetja liðsins í vítakeppninni. Hann varði tvær spyrnur Frakkanna og enska liðið er komið í undanúrslit.