Fjölbreytt vordagskrá fer af stað á Gljúfrasteini á morgun, laugardaginn 20. apríl, en viðburðir verða haldnir á safninu alla laugardaga til og með 25. maí. Benedikt Hjartarson, prófessor í bókmennta- og menningarfræði, mun á morgun kl
Fjölbreytt vordagskrá fer af stað á Gljúfrasteini á morgun, laugardaginn 20. apríl, en viðburðir verða haldnir á safninu alla laugardaga til og með 25. maí. Benedikt Hjartarson, prófessor í bókmennta- og menningarfræði, mun á morgun kl. 14 segja frá rannsókn sinni á Rauðum pennum og þeirri ofgnótt þýðinga á heimsbókmenntum sem komu út á Íslandi í tengslum við hreyfinguna. Frítt er á viðburðina en nánari upplýsingar um dagskrána má finna á vefnum gljufrasteinn.is.