Stjarnan hefur samið við handboltamanninn Svein Andra Sveinsson um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili. Hann lék með Selfyssingum í vetur þar sem hann skoraði 55 mörk í 15 leikjum í úrvalsdeildinni
Stjarnan hefur samið við handboltamanninn Svein Andra Sveinsson um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili. Hann lék með Selfyssingum í vetur þar sem hann skoraði 55 mörk í 15 leikjum í úrvalsdeildinni.
Sveinn er 25 ára leikstjórnandi sem lék með ÍR til ársins 2020, síðan með Aftureldingu, þar sem hann missti mikið úr vegna meiðsla, en spilaði síðan með Empor Rostock í þýsku B-deildinni tímabilið 2022-23.