Það er ekki nauðaeinfalt að beygja mær . Mær (in), um mey (na), frá meyju (nni), til meyjar…
Það er ekki nauðaeinfalt að beygja mær. Mær(in), um mey(na), frá meyju(nni), til meyjar(innar). Fleirtalan meyjar. Einnig er til nefnifallið mey(in) og þágufallið þá mey(nni)! (Og María mey er kölluð svo, ekki „mær“.) Loks er veika beygingin meyja, um meyju, frá meyju, til meyju, og, nota bene, fleirtalan meyjur.