<div class="js-metadata" data-builtin="description" data-edit="true" data-force-quick-list="false" data-href="/fotoweb/archives/5001-AFP/NYT/HTH/375/AFP_34LV44Y.jpg.info" data-id="120" data-label="Texti" data-max-size="16000" data-multiline="true" data-required="false" data-value=" A handout undated picture released on March 2024 by the Chilean Antarctic Institute (INACH) shows researchers checking the territory following the detection of positive cases of Highly Pathogenic Avian Influenza (H5N1) in Antarctica, during the LX Antarctic Scientific Expedition (ECA 60) organized by the INACH. (Photo by Handout / Chilean Antarctic Institute / AFP) " style="box-sizing: border-box; color: rgb(102, 102, 102); font-family: &quot;Clear Sans&quot;, &quot;Helvetica Neue&quot;, Helvetica, Arial, sans-serif; font-size: 14px; font-style: normal; font-variant-ligatures: normal; font-variant-caps: normal; font-weight: 400; letter-spacing: normal; orphans: 2; text-align: left; text-indent: 0px; text-transform: none; widows: 2; word-spacing: 0px; -webkit-text-stroke-width: 0px; white-space: normal; text-decoration-thickness: initial; text-decoration-style: initial; text-decoration-color: initial;"> <div class="metadataField inputField textArea readOnlyField" style="box-sizing: border-box; margin: 0px; position: relative; text-align: initial;"> <div class="editorContainer" style="box-sizing: border-box; border: 1px solid transparent; border-radius: 0.25rem; overflow: hidden; position: relative; transform: translateY(0px);"> <div class="viewMarkup" style="box-sizing: border-box; display: block;"> <div aria-label="A handout undated picture released on March 2024 by the Chilean Antarctic Institute (INACH) shows researchers checking the territory following the detection of positive cases of Highly Pathogenic Avian Influenza (H5N1) in Antarctica, during the LX Antarctic Scientific Expedition (ECA 60) organized by the INACH. (Photo by Handout / Chilean Antarctic Institute / AFP)" class="js-meta-field-inner-content typingFieldView textAreaView" style="box-sizing: border-box; white-space: pre-wrap;" title="A handout undated picture released on March 2024 by the Chilean Antarctic Institute (INACH) shows researchers checking the territory following the detection of positive cases of Highly Pathogenic Avian Influenza (H5N1) in Antarctica, during the LX Antarctic Scientific Expedition (ECA 60) organized by the INACH. (Photo by Handout / Chilean Antarctic Institute / AFP)">Rannsókn Fuglaflensa greindist á Suðurskautslandinu fyrr á árinu. </div> </div> </div> </div> </div>
— AFP
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, lýsti í gær yfir þungum áhyggjum af útbreiðslu H5N1-gerðar fuglainflúensu, sem hefur að undanförnu borist í vaxandi mæli í spendýr. Fuglaflensufaraldurinn hófst árið 2020 og hefur valdið dauða tuga milljóna alifugla víða um heim

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, lýsti í gær yfir þungum áhyggjum af útbreiðslu H5N1-gerðar fuglainflúensu, sem hefur að undanförnu borist í vaxandi mæli í spendýr.

Fuglaflensufaraldurinn hófst árið 2020 og hefur valdið dauða tuga milljóna alifugla víða um heim. Villtir fuglar hafa smitast af veirunni og einnig land- og sjávarspendýr. Í mars greindist fuglaflensa einnig í kúm og geitum, sem kom á óvart.

Jeremy Farrar, vísindamaður hjá WHO, sagði á blaðamannafundi í Genf í gær að helsta áhyggjuefnið væri að veiran myndi þróast og sýkja fólk og jafnvel smitast milli manna.

Til þessa eru engin dæmi um að H5N1-fuglaflensuveiran hafi smitast milli fólks en fólk hefur smitast af fuglum eða dýrum. Farrar sagði að dánartíðnin væri mjög há. Frá apríl árið 2003 til 1. apríl á þessu ári hefur WHO skráð 889 tilfelli í 23 löndum þar sem fólk hefur smitast af fuglaflensu og þar af hefur rúmlega helmingur látist. Farrar sagði að verið væri að þróa bóluefni og meðferðir gegn H5N1.

Matvælastofnun varaði í gær við vaxandi hættu á fuglainflúensu með komu farfugla hingað til lands með vorinu. H5N1-gerðin hefur ekki greinst hér. Síðast greindist fuglaflensa hér í nóvember 2023 en þá fundust skæðar fuglainflúensuveirur af gerðinni H5N5 í hröfnum á Selfossi og í Mýrdal.