Stórleikarinn Helst hefði Hugh Grant viljað fara með mál sitt alla leið.
Stórleikarinn Helst hefði Hugh Grant viljað fara með mál sitt alla leið. — AFP/Adrian Dennis
BBC greindi frá því í fyrradag að breski leikarinn Hugh Grant hefði séð sig tilneyddan að semja í máli sínu gegn útgefanda dagblaðsins Sun, News Group New­spa­per (NGN)

BBC greindi frá því í fyrradag að breski leikarinn Hugh Grant hefði séð sig tilneyddan að semja í máli sínu gegn útgefanda dagblaðsins Sun, News Group New­spa­per (NGN). Grant höfðaði mál á hendur NGN vegna ólög­legr­ar öfl­un­ar á gögn­um. Seg­ir hann blaðamann Sun og einka­spæj­ara hafa aflað upp­lýs­inga um sig á ólög­leg­an hátt árið 2021, m.a. með því að hlera síma hans og brjótast inn á heimili hans. Sagði leikarinn að helst af öllu hefði hann ekki viljað þiggja þessa sáttagreiðslu sem honum var boðin en réttarhöldin hefðu getað kostað hann um 1,7 milljarða íslenskra króna, jafnvel þó hann hefði unnið málið. Sögðu talsmenn NGN að náðst hefði sátt sem væri báðum aðilum fjárhagslega í hag.