Söngvaskáld verður á sínum stað í Salnum í kvöld en þar mun lagahöfundurinn og söngkonan Klara Elias halda tónleika klukkan 20. Klara var m.a. í stúlknabandinu Nylon, svo Charlies í Los Angeles og vinnur nú sem sólólistamaður hér heima
Söngvaskáld verður á sínum stað í Salnum í kvöld en þar mun lagahöfundurinn og söngkonan Klara Elias halda tónleika klukkan 20. Klara var m.a. í stúlknabandinu Nylon, svo Charlies í Los Angeles og vinnur nú sem sólólistamaður hér heima. Þá hefur tónlist hennar verið flutt af ýmsum popplistamönnum og lög hennar hljómað í sjónvarpsþáttum á borð við Shameless, Selling Sunset, Love Island og Love is blind.