Tindastóll er kominn í úrslitaeinvígið um sæti í úrvalsdeild kvenna eftir sigur á Snæfelli, 82:78, í framlengdum leik liðanna í undanúrslitum umspilsins á Sauðárkróki í gærkvöld.
Tindastóll vann einvígið, 3:1, og mætir Aþenu eða KR en þar þarf oddaleik því KR vann fjórða leik Reykjavíkurliðanna á Meistaravöllum í gærkvöld, 79:52. Sá leikur fer fram í Austurbergi á mánudagskvöldið.
Ifunanya Okoro skoraði 24 stig fyrir Tindastól og Andriana Kasapi 23 en Shawnta Shaw skoraði 25 stig fyrir Snæfell og Jasmina Jones 16. Staðan á Sauðárkróki eftir venjulegan leiktíma var 72:72 en heimakonur voru sterkari í framlengingunni.
Á Meistaravöllum skoraði Michaela Porter 28 stig fyrir KR og tók 16 fráköst og Fjóla Gerður Gunnarsdóttir skoraði 18. Hjá Aþenu var Asa Wolfram atkvæðamest með 11 stig og 10 fráköst.