Í umfjöllun um málefni hverfisblaðsins Nesfrétta í Morgunblaðinu í gær var ekki rétt farið með föðurnafn Þórs Sigurgeirssonar bæjarstjóra Seltjarnarness. Þá var í sömu frétt ranglega farið með að Nesfréttir hefðu verið gefnar út í samstarfi við Má Guðlaugsson
Í umfjöllun um málefni hverfisblaðsins Nesfrétta í Morgunblaðinu í gær var ekki rétt farið með föðurnafn Þórs Sigurgeirssonar bæjarstjóra Seltjarnarness.
Þá var í sömu frétt ranglega farið með að Nesfréttir hefðu verið gefnar út í samstarfi við Má Guðlaugsson. Hið rétta er að hverfisblöð Vesturbæjar og Breiðholts eru nú gefin út í samstarfi við útgáfufélag Más, Með oddi og egg.
Beðist er velvirðingar á þessu.