Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, landsliðskona í handknattleik, hefur samið við sænska úrvalsdeildarfélagið Kristianstad um að leika með liðinu eftir tveggja ára dvöl hjá Skara í sömu deild. Jóhanna Margrét gengur til liðs við Kristianstad að loknu…
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, landsliðskona í handknattleik, hefur samið við sænska úrvalsdeildarfélagið Kristianstad um að leika með liðinu eftir tveggja ára dvöl hjá Skara í sömu deild. Jóhanna Margrét gengur til liðs við Kristianstad að loknu yfirstandandi tímabili, en bæði Kristianstad og Skara taka um þessar mundir þátt í átta liða úrslitakeppni um sænska meistaratitilinn. Berta Rut Harðardóttir leikur einnig með Kristianstad.