Manuel Neuer, markvörður Bayern München, setti met í Meistaradeild karla í fótbolta í fyrrakvöld þegar þýska liðið vann Arsenal, 1:0, í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum. Hann hélt þar markinu hreinu í 58
Manuel Neuer, markvörður Bayern München, setti met í Meistaradeild karla í fótbolta í fyrrakvöld þegar þýska liðið vann Arsenal, 1:0, í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum. Hann hélt þar markinu hreinu í 58. skipti á ferlinum í keppninni en fyrra metið átti Spánverjinn Iker Casillas sem hélt markinu hreinu 57 sinnum, þar til hann spilaði síðast árið 2020. Bayern vann einvígið 3:2 samanlagt og mætir Real Madrid í undanúrslitum.