Harpa Tónlistin mun óma á Klassíska krakkadeginum.
Harpa Tónlistin mun óma á Klassíska krakkadeginum.
Klassíski krakkadagurinn verður haldinn í Hörpu í dag. Dagskráin hefst kl. 11.30 með barnastund Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Flóa þar sem hljómsveitin „leikur fallegar vorperlur og klassíska gimsteina úr heimi tónlistarinnar“, segir í tilkynningu

Klassíski krakkadagurinn verður haldinn í Hörpu í dag. Dagskráin hefst kl. 11.30 með barnastund Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Flóa þar sem hljómsveitin „leikur fallegar vorperlur og klassíska gimsteina úr heimi tónlistarinnar“, segir í tilkynningu. Aðgangur er ókeypis. Bamberg-sinfóníuhljómsveitin heldur tónleika í Eldborg kl. 13 fyrir börn og ungmenni „þar sem þau kynna hljómsveitina í gegnum flutning á Tannhäuser-forleik Wagners á lifandi og skemmtilegan hátt“. Á milli þessara tónleika og fram eftir degi munu nemendur úr ýmsum tónlistarskólum flytja tónlist í opnum rýmum Hörpu.