— AFP/Yoshikazu Tsuno
Teiknimyndafyrirtækið Studio Ghibli hlýtur heiðursverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár, Gullpálmann eða Palme D'or. Hátíðin verður haldin í 77. sinn og er ein sú virtasta í heimi. Í ár verður hún haldin 14

Teiknimyndafyrirtækið Studio Ghibli hlýtur heiðursverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár, Gullpálmann eða Palme D'or. Hátíðin verður haldin í 77. sinn og er ein sú virtasta í heimi. Í ár verður hún haldin 14. til 25. maí.

Studio Ghibli er eitt þekktasta og virtasta fyrirtæki heims á sviði teiknimynda og hefur framleitt margar sígildar, m.a. My Neighbor Totoro eða Nágranni minn Totoro og Óskarsverðlaunamyndina The Boy and the Heron, eða Drengurinn og hegrinn. Segir á vef kvikmyndatímaritsins Variety að verðlaunin hafi ekki áður verið veitt hópi listamanna. Hinn mikli kvikunarmeistari Hayao Miyazaki stofnaði Studio Ghibli með Toshio Suzuki árið 1984. Á myndinni sést Miyazaki árið 2015.