Undanúrslit Danska landsliðskonan Emilie Hesseldal og samherjar hennar hjá Njarðvíkingum eru komin í undanúrslit Íslandsmótsins eftir sigurinn.
Undanúrslit Danska landsliðskonan Emilie Hesseldal og samherjar hennar hjá Njarðvíkingum eru komin í undanúrslit Íslandsmótsins eftir sigurinn. — Morgunblaðið/Eggert
Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals eru komnir í sumarfrí eftir tap fyrir Njarðvík, 82:67, á heimavelli í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta á Hlíðarenda í gærkvöldi

Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals eru komnir í sumarfrí eftir tap fyrir Njarðvík, 82:67, á heimavelli í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta á Hlíðarenda í gærkvöldi. Njarðvík vann einvígið 3:1 og mætir Grindavík í undanúrslitum.

Keflavík hefur sömuleiðis tryggt sér sæti í undanúrslitum og geta körfuboltaunnendur á Suðurnesjum fagnað góðu gengi. Haukar eða Stjarnan bætast við í undanúrslitin, en staðan í því einvígi er 2:1 fyrir Hauka.

Fjórði leikurinn fer fram á sunnudag.

Selena Lott fór mikinn fyrir Njarðvíkurliðið en hún skoraði 25 stig, tók átta fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Jana Falsdóttir bætti við 20 stigum og sjö fráköstum.

Hjá Val skoraði Brooklyn Pannell 14 stig, tók fjögur fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Téa Adams skoraði einnig 14 stig.