Logi Einarsson
Logi Einarsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fram að næstu þingkosningum ætlar Samfylkingin að reyna að sigla lygnan sjó án þess að gefa upp hvernig hún hyggst í raun stýra landinu komist hún í aðstöðu til þess. Formaðurinn Kristrún Frostadóttir gætir þess vandlega að láta aðra svara þegar erfið mál ber að höndum og velur sér umræðuefni og fer með löndum eins og hægt er. Þetta er líklega skynsamleg pólitísk taktík en ekki að sama skapi upplýsandi fyrir almenning í landinu.

Fram að næstu þingkosningum ætlar Samfylkingin að reyna að sigla lygnan sjó án þess að gefa upp hvernig hún hyggst í raun stýra landinu komist hún í aðstöðu til þess. Formaðurinn Kristrún Frostadóttir gætir þess vandlega að láta aðra svara þegar erfið mál ber að höndum og velur sér umræðuefni og fer með löndum eins og hægt er. Þetta er líklega skynsamleg pólitísk taktík en ekki að sama skapi upplýsandi fyrir almenning í landinu.

Björn Bjarnason vekur athygli á því á vef sínum að formaður Samfylkingarinnar hafi ekki látið svo lítið að taka þátt í umræðunum um vantrauststillöguna vitlausu í vikunni, þó að hún hafi stutt hana eins og aðrir í stjórnarandstöðunni.

Fyrrverandi formaðurinn Logi Einarsson hafi hins vegar verið „aðalmálsvari flokksins í vantraustsumræðunum. Undir lok máls síns býsnaðist hann yfir því að ekki væri búið nægilega vel að ríkissjóði og sagði að ekki væri nema ein leið til að styrkja stöðu hans, að hækka tekjur hans.“ Og hann bætti því við að „við þyrftum stjórn sem hefði „heiðarleika“ til að viðurkenna að velferðar- og heilbrigðiskerfin yrðu ekki bætt án „aukinna tekna“ ríkissjóðs“.

Það er rétt hjá Birni að þarna fer ekki á milli mála að Samfylking Kristrúnar hyggst hækka skatta að næstu kosningum loknum, þó að Kristrún sjálf hafi ekki viljað koma svo skýrum orðum að því.