Sveitarfélög Einar Þorsteinsson er borgarstjóri í Reykjavík.
Sveitarfélög Einar Þorsteinsson er borgarstjóri í Reykjavík. — Morgunblaðið/Eggert
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í fyrradag að gefa út nýjan óverðtryggðan skuldabréfaflokk að andvirði þriggja milljarða króna að nafnvirði. Skuldabréfaflokkurinn, sem mun bera einkennið RVKN 27 1, ber 9,52% fasta vexti sem greiðast tvisvar á ári

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í fyrradag að gefa út nýjan óverðtryggðan skuldabréfaflokk að andvirði þriggja milljarða króna að nafnvirði. Skuldabréfaflokkurinn, sem mun bera einkennið RVKN 27 1, ber 9,52% fasta vexti sem greiðast tvisvar á ári. Tillagan hafði áður verið tekin fyrir og samþykkt á fundi fjárstýringarhóps borgarinnar.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins og bentu á að kjörin væru borginni ekki hagstæð.

Lítill áhugi hefur verið á skuldabréfaútgáfu borgarinnar það sem af er ári, en borgin hefur þó sótt sér rúma fjóra milljarða króna.