Þórey Guðmundsdóttir
Þórey Guðmundsdóttir
Goldstein heldur fyrirlestur um rannsóknir sínar 13. maí nk.

Þórey Guðmundsdóttir

Hinn 31. ágúst 2023 fékk ég persónulega meldingu frá Barry. Ég trúði vart eigin augum; að heimsfrægur vísindamaður, viðurkenndur fyrir vandaðar rannsóknir á langtímaskaða fólks eftir ofbeldi og vanrækslu í bernsku og frumbernsku, væri að hafa samband við mig.

Síðan þá höfum við unnið að því að koma á viðeigandi stað, tíma og aðstöðu til fyrirlestrahalds fyrir hann. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Katrínu Jakobsdóttur fyrrverandi forsætisráðherra fyrir þrotlausan stuðning við þá vinnu, allt þar til hún lét af embætti. Ég óska henni velfarnaðar áfram.

Nú er komið að því að Goldstein muni halda fyrirlestur um rannsóknir sínar, hinn 13. maí. Ríkisstjórnin skipuleggur viðburðinn og mun væntanlega auglýsa hann.

Ég hvet félaga í Læknafélagi Íslands, Félagsráðgjafafélagi Íslands, Sálfræðingafélagi Íslands og síðast en ekki síst Dómarafélaginu til að nota þetta gullna tækifæri til að hlusta á og kynna sér niðurstöður úr langtímarannsóknum Goldsteins. Samkvæmt upplýsingum frá honum sjálfum í síðustu viku eru mál varðandi ofbeldisskaða æ oftar leyst fyrir dómstólum. Þess vegna telur hann rannsóknirnar geta komið að gagni fyrir þá sem þar vinna.

Hittumst heil 13. maí næstkomandi.

Höfundur er prestur emeritus og félagsráðgjafi.

Höf.: Þórey Guðmundsdóttir