Viðskiptavinur: „Ég ætla að fá eitt par af leðurhönskum.“ Sölukonan: „Viltu hafa þá fóðraða eða ófóðraða?“ Viðskiptavinurinn: „Fóðraða auðvitað. Ég veit ekki hvað þeir borða!“ Tveir keppnishestar spjalla saman: „Fórstu yfir stóru hindrunina?“ „Nei,…

Viðskiptavinur: „Ég ætla að fá eitt par af leðurhönskum.“ Sölukonan: „Viltu hafa þá fóðraða eða ófóðraða?“ Viðskiptavinurinn: „Fóðraða auðvitað. Ég veit ekki hvað þeir borða!“

Tveir keppnishestar spjalla saman: „Fórstu yfir stóru hindrunina?“ „Nei, ég fór ekki sálfur en knapinn minn flaug alveg yfir.“

Tvö hrærð egg hittast á pönnunni. Annað eggið spyr hitt: „Hvernig hefur þú það?“ Hitt svarar: „Ég er voðalega ringluð!“

Gesturinn við þjóninn: „Ég ætla að fá tvö egg, annað ofsoðið og hitt hrátt, svo vil ég fá brennt brauð og ískalt sull sem kallast kaffi.“ „Ég veit ekki hvort það er hægt,“ svarar þjónninn. „Nú, þetta er það sem ég fékk í gær!“

Einn vinur við annan: „Hvernig var fríið?“ Vinurinn: „Ég veit það ekki. Ég á enn eftir að fá myndirnar úr framköllun.“

„Mamma, hvað ertu að lesa?“ „Bók um barnauppeldi.“ „Sem sagt leiðarvísinn minn?“