Kammertónlist Jóna G. Kolbrúnardóttir er einn meðlima kvartettsins.
Kammertónlist Jóna G. Kolbrúnardóttir er einn meðlima kvartettsins. — Morgunblaðið/Eggert
Kammerkvartettinn býður til ástarsöngvaveislu á Sígildum sunnudögum, 21. apríl kl. 16, í Norður­ljósum Hörpu. Fluttir verða ljóðaflokkar eftir þá Johannes Brahms; Liebeslieder-Walzer op. 52, og Robert Schumann; Spanische Liebeslieder op

Kammerkvartettinn býður til ástarsöngvaveislu á Sígildum sunnudögum, 21. apríl kl. 16, í Norður­ljósum Hörpu. Fluttir verða ljóðaflokkar eftir þá Johannes Brahms; Liebeslieder-Walzer op. 52, og Robert Schumann; Spanische Liebeslieder op. 138, sem byggjast báðir á þjóðlagatextum um ástina, auk Mynda að austan op. 66 fyrir fjórhent píanó eftir Robert Schumann. Það verk er innblásið af arabískum ljóðatextum.

Kvartettinn mynda þau Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran, Kristín Sveinsdóttir mezzósópran, Eggert Reginn Kjartansson tenór og Unnsteinn Árnason bassi. Með þeim leikur píanódúóið Þóra Kristín Gunnarsdóttir og Paulina Maslanka. Miðar fást á harpa.is.