Hvítur á leik
Hvítur á leik
Staðan kom upp í seinni hluta Kvikudeildar, efstu deildar Íslandsmóts skákfélaga, sem fór fram fyrir skömmu í Rimaskóla. Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (2.477) hafði hvítt gegn kollega sínum Hjörvari Steini Grétarssyni (2.530)

Staðan kom upp í seinni hluta Kvikudeildar, efstu deildar Íslandsmóts skákfélaga, sem fór fram fyrir skömmu í Rimaskóla. Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (2.477) hafði hvítt gegn kollega sínum Hjörvari Steini Grétarssyni (2.530). 34. Hec1? hvítur gat einfaldlega leikið 34. Hxe4! og svartur getur ekki veitt mikla mótspyrnu, sem dæmi væri taflið gjörtapað á svart eftir 34. … Hxe4 35. Rxc7 sem og eftir 34. … Hxc6 35. Hxe5 Hxc5 35. Rxf6+. 34…Hxc6! 35. Rxf6+ Hxf6 36. Hxe5 Bxf5 37. Hf1 Kg6 38. g4 Bxg4 39. Hxf6+ gxf6 40. Hxe4 Kg5 41. Hxb4 Be2 svartur á góða jafnteflismöguleika í þessari stöðu en í framhaldinu náði hvítur um síðir að knýja fram vinning. Í dag fer fram 13. umferð af 14 í áskorendamóti heimsmeistarakeppninnar og 5. umferð Íslandsmótsins í skák hefst kl. 15.00 í dag, sjá nánari upplýsingar á skak.is.